18.7.2013 | 16:55
Siðlaus yfirlýsing -
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir gerir endanlega úr um sína pólitísku framtíð með yfirlýsingu sinnu um Ólaf F. Magnússon vegna veikinda hans; enginn með snefil af siðgæðistilfinningu mun taka þessa yfirlýsingu til greina.
Vonandi kemur frambærilegur leiðtogi Sjálfstæðisflokksins er getur náð viðundandi fylgi í Reykjavík.
![]() |
Misnotuðu veikindi Ólafs F. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook
18.7.2013 | 14:41
Góð fyrirmynd frábær íþróttakona
![]() |
Aníta í úrslit af miklu öryggi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.7.2013 | 14:17
Nýjan útvarpsstjóra hjá RÚV -
Talverð umræða hefur orðið um pistil Hallgríms Helgasonar um Framsóknarflokkinn og núverandi forssætisráðherra á netinu og er það vel enda RÚV ekki til menningarauka heldur til skammar. Ekki annað séð en pólitísk öfl Samfylkingar/Vinstri grænna sé óviðunandi innan RÚV - en hvað veldur? Erfitt að svara en er það ekki vegna þess að ekki er pólitísk kosning í útvarpsráð heldur svokölluð hlutlaus kosning þar sem sett hefur verið inn pólitískt fólk í nafni hlutleysis- dettur einhverjum í hug að Björg Eva Erlendsdóttir tilheyri ekki póltískum öflum?
Vonandi verða breytingar á framangreindum vanda, undirrituð leggur til að núverandi útvarpsstjóra verði sagt upp störfum?
(Pistil Hallgríms Helgasonar má sjá og heyra í Víðsjá á neti RÚV)
17.7.2013 | 19:52
Landsliðið - afrekskonur á framabraut.
Stórskemmtilegur leikur verðskuldaður sigur, slæmt að Hólmfríður er í banni næsta leik hefði átt skilið að vera með; brot hennar voru ekki gróf hraðinn mikill - hún fórnaði sér fyrir liðið og er einn besti leikmaðurinn. Selpurnar sýndu góða liðsheild en samt gott framtak - allt sem prýðir góða boltaíþrótt.
Að komast í áttaliða úrslit er afrek - öllum á óvart komu komu þær, sáu og sigruðu - til hamingju landsliðskonur.
![]() |
Sif: Hundleiðinlegt að spila við okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2013 | 12:28
Spennandi landsleikur
Ekkrí annað hægt en en hrífast af baráttu gleði kvenna-landsliðsins í fótbolta gæti skilað þeim í átta liða úrslit -allavega verður gaman að horfa á leikinn sérstaklega ef þær verjast vel og ná góðum skyndisóknum.
Þáttakan út af fyrir sig gefur liðinu mikla reynslu og hvatningu til að halda áfram.
![]() |
Hvað gerist ef Ísland kemst áfram? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2013 | 10:14
Hákólamenntun og háskóla þarf að endurskoða -
Löngu tímabært að herða reglur um lágmarks-kröfur í háskólanámi hljómar undarleg en 300þús manna þjóð heldur ekki uppi öllum þeim fjölda háskóla hér á landi. Fyrrverandi menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir lýsti vandanum en lítið fór fyrir fréttum um aðgerðir. Tæplega er þörf bæði á Háskólanum á Bifröst og Háskólanum í Reykjavík - leggja ætti niður skólann í Bifröst sameina að hluta við háskólana á Akureyri og Reykjavík.
Tækniskólann þarf að efla verulega til að fá starfsmenn fyrir atvinnulífið í meira mæli þar hafa áherslur og fjármagn verið af skornum skammti.
Ekki endalaust hægt að fjöldaframleiða lögfræðigna, viðskipta og hagfræðinga og fólk í félags- og sálfræðimenntun atvinnumöguleikar eru takmarkaðir hér á landi.
Vonandi hefur Illugi Gunnarsson styrk til að taka á þessum erfiðu málum best væri að ná samstöðu um þau á alþingi.
![]() |
Mikið viðbragð af hálfu stúdenta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2013 | 15:41
RÚV: " SPARÐATÍNGUR" - HALLGRÍMUR HELGASON
Pistill mánaðarins 15.07.kl. 17.03, fluttur af Hallgrími Helgasyni var sparðatíningur með mikilli heift út í Sigmund Davíð, forsætisráðherra og Framsóknarflokkinn þar sem erftt er að ná samhengi eitt er ljóst - það var hatursfull fóbía um stjórnmál er ekki henta skoðunum Hallgríms Helgasonar "nú vantar bara a gefa bíl forsætisráðherrans rækilega yfirferð með höggum og spörkum - minnir að það hafi átt sér stað áður"?
Eftir þó nokkurn yfirlestur eru mestu vonbrigði Hallgríms, að Samfylkingin skyldi ekki ná að koma þjóðinni inn í ESB einu vonina til betra lífs, vonbrigði að ekki tókst að skattleggja sjávarútveginn, reksturinn skiptir ekki máli má vera illa rekinn. Ekki má gera kröfur til námsmanna með námsárangur umhverfismál má ekki reka í sátt við atvinnulífið.
Forsætisráðherrann vogar sér að hafa aðra skoðun en fjölmiðlaflóran. Meira segja veðurguðirnir voga sér að hafa sól og sumar í kjördæmi forsætisráðherrans en rigningu í 101 Reykjavík - og nágrenni.
Dæmigerður pólitískur pistill samkvæmt stefnu RÚV er eingöngu virðist þjóna einni stjórnmálaskoðun sérstök herferð er farin móti núverandi ríkisstjórn.?
Hægt er að hlusta á umræddan pistil á neti RÚV.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook
16.7.2013 | 10:30
"ESB vinsamlegt"?
Sigmundur forsætisráðherra virðist gera nokkuð góða ferð til ESB vill ræða málin og fá yfirlit yfir stöðuna - en nokkuð ljóst að aðild fyrir inngöngu er ekki til staðar. Innan sambandsins er mikill stjórnunarvandi vegna ástands í efnahagsmálum sérstaklega standa minni ríkin illa gagnvart þeim stærri.
Greinilega vill ESB halda góðu sambandi við Ísland fyrst og fremst vegna landfræðilegrar stöðu landsins í norðrinu aðallega vegna vitneskju um miklar auðlinir og ef siglingaleiðin opnast þar fyrir norðan.
Svo mun verða þangað til ESB nær tangahaldi á landinu með inngöngu í ESB fróðlegt verður að sjá hvað ESB hyggst gera í makríldeilunni mun vinsamlega yfirborðið breytast í yfirgang gagnvart smáþjóðum eins og Íslandi og Færeyjum?
![]() |
Skýrsla um ESB kynnt í haust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook
15.7.2013 | 14:04
"Véfréttin í Delfí"
Á liðnum áratugum hefur þetta stjórnskipulag neyðaúrræði verið misnotað til að gera forsetann að miðpunkti pólitískra áhrifa. Í fornöld meitluðu menn nafla heimsins í stein í Delfí. Nú halda margir að hann sé á Bessastöðum. (Fréttablaðið 13.07 bls10) Fyrrverandi löglærður forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins fer háðsyrðum um forsetaembættið um leið og hann viðurkennir að forsetinn geti haft völd í neyðartilfellum.
Neyðarástand skapaðist í stjórn landsins eftir hrunið og hefur ef til vill kallað á samvisku forsetans að hafa áhrif Stjórnskipun landsins var í molum og Alþingi naut ekki trausts almennings, búsáhaldabylting braust út.
Undirrituð telur það mistök forsetans ef satt er að hann hafi beitt áhrifum sínum til að Framsóknarflokkurinn veitti fyrstu stjórninni hlutleysi eftir hrunið, Samfylkingu og Vinstri grænum. Þá átti að mynda utanþingsstjórn hefði verið farsælla; ekki boðlegt þjóðinni að Samfylkingin sæti við völd er var í hrunstjórninni.
Komið hefur í ljós að svokallaðir vinstri flokkar réðu ekki við stjórn landsins enda fékk Vinstri velferðarstjórnin" maklega ráðningu í síðustu kosningum.
Eitt aðalmál fyrrv. velferðarstjórnar var að semja nýja stjórnarskrá er fékk ekki nægilegan hljómgrunn - umræðan hafði þau hrif að háværar raddir hafa krafist þess að fá þjóðaratkvæði inn í stjórnarskrána - en hefur snúist upp í andhverfu sína. Upp hafa risið hinir og þessi hópar óbeint pólitískir -eða sérhagsmunahópar og safnað undirskriftum síðan ekið til Bessastaða að fá neitum forsetans gott dæmi nú síðast er skatturinn á sjávarútvegsfyrirtækin engan veginn raunsætt að greiða atkvæði um slík mál að mismuna fyrirtækjum með slíkum hætti.
Framangreindu ástandi verður að linna ef fylgi er fyrir að þjóðin greiði atkvæði í auknum mæli vantar lög og reglur um framkvæmdina. Forsetinn er kominn í öngstræti með beinum afskiptum sínum af stjórnarháttum er einnig verður að linna með nýrri stjórnarskrá. Kveðið skýrt á að forsetinn hafi ekki völd nema í sérstökum neyðartilfellum sem vissulega skapaðist eftir efnahagshrunið og í tíð vinstri velferðastjórnarinnar er ekki réði við stjórn landsins má sérstaklega nefna Icesave-málið og skuldir heimilanna.
Ætlast verður til af fyrrverandi forsætisráðherra Þorsteini Pálssyni, að hann hafi skoðanir á því hvernig stjórnskipun, forseti og Alþingi eigi að fara með völd sín í það minnsta fá nútímalega véfrétt af Kögunarhóli.
15.7.2013 | 05:20
Baráttuglaðar landsliðskonur
Íslenska kvennalandsliðið stóð sig vel á móti fyrna sterku liði Þjóðverja er má segja að hafi verið númeri og stórt fyrir þær; vörðust vel það eina sem var skynsamlegt í stöðinni - náðu samt sem áður nokkrum góðum sóknum. Það sem ílenska liðið vantar er meiri breidd í liðið fleiri góðar fótboltakonur er vonandi verðu bætt í framtíðinni - kvennaboltinn efldur og fái nægilegt fjármagn til að svo megi verða - áhugann og baráttuandan vantar ekki hjá.
Kvennalandsliðið hefur sýnt hvers má vænta af þeim í framtíinni.
![]() |
Sigurður: Slæmt að missa leikmenn útaf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:22 | Slóð | Facebook
14.7.2013 | 08:46
Francis páfi áminnir - presta og nunnur
Francis páfi áminnir réttilega undirmenn sína fyrir efnishyggju - kaup á dýrum bílum og snjallsímum; vill að nunnur og prestar skuli vera auðmjúkir þjónar Guðs eins og Kristur sjálfur boðaði - viðhalda sannri ímyndi kaþólsku kirkjunnar í orði og verki.
Dýrustu og fínustu bílana er óþarft að kaupa - en þekki einn þjón kaþólsku kirkjunnar hér á landi sem ekur lélegum bíl þarf oftast hjálp til að gera hann akfæran eftir stuttar vegalengdir; ekur hann þó að aka langan veg á sínu svæði.
Lútersku kirkjan gæti vel tekið orð heilags Fransis páfa til greina hefur gengið úr hófi fram í efnishyggnu; Í steinsteypu og dýrum byggingum- vel mætti komast af með minna; Guðshús er fyrst og síðast kirkja Krists sem þjónar af auðmýkt í anda og sannleika - þar sem undirtónninn er að hjálpa sjúkum og fátækum; leggja meira áherslu á kærleika og þjónustu við náungann.
![]() |
Páfi finnur til vegna bílakaupa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2013 | 05:43
Bæn: Franz frá Assisi um trú og traust
Almáttugi Guð, eilífi, réttláti og miskunnsami, hjálpa oss, aumum syndurum, að gjöra vilja þinn vegna þín og samkvæmt bestu vitund vorri, og að vilja það ætíð, sem þóknast þér, svo að vér hreinsumst hið innra, upplýsumst og verðum brennandi af eldi heilags anda og fetum í fótspor þíns elskaða sonar, Drottins vors, Jesú Krists. Amen
Franz frá Assisi
13.7.2013 | 10:24
Loftárásir á sjávarútveginn!
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar í Fréttablaðið (12.07bls.16) þar sem hún telur sjávarútvegsmál hafi verið til umræðu um langt árabil, almenningur hafi upplýsta skoðun í deilumálum um þau. Hvaða "upplýstu skoðun" á Sigríður Ingibjörg við - eru það pólitískar áherslur Samfylkingarinnar að þjóðnýta aflaheimildir í nafni þjóðarinnar - með slagorðinu "þjóðin á kvótann"? Undirrituð fylgist vel með fréttum og fréttaþáttum - man ekki eftir vitrænni"upplýstri umræðu" um sjávarútveg og takmarkaðar veiðiheimildir samkvæmt lögum.
Hvað sem líður eignarhaldi á veiðiheimildum þá eru sjávarútvegsfyrirtæki vítt og breitt um landið með lögbundna takmarkaða veiðiheimild - um það snýst málið. Að fyrirtækin séu ekki sett í rekstrarlega gildu með óhóflegri skattainnheimtu. Ekki sé nægilegt fjármagn til endurnýjunar eða reksturs þjónustufyrirtækja tengd veiðunum. Mikilvægt fyrir atvinnulífið, að myndist sem flest afleidd störf - úti á landi - og í þéttbýlinu þ.m.t. Reykjavíkursvæðið.
Á tímabili"velferðarstjórnarinnar sálugu" virtist pólitísk stefna í sjávarútvegi vera, að þjóðnýta allan kvótann og fiskimiðin í ríkiskassann síðan deilt og drottnað - útdeilt með póltískum markmiðum "í nafni þjóðarinnar;" -með slagorðinu "þjóðin á kvótann". Það var sú "upplýsta skoðun" er kom fram í fjölmiðlum, síðan fylgt eftir á Alþingi með yfirgangi og græðgi af umræddri ríkisstjórn er engin samstaða náðist um - ekki einu sinni í Samfylkingunni.
Sjávarútvegsmálin þarf að ræða er sýna fram á þjóðnýtingarstefnu Samfylkingarinnar - hins vegar sýna fram á rekstur sjávarútvegsins og taka tillit til kostnaðar í rekstri: Dýr skip og bátar, veiðafæri, mannahald síðast ekki síst þjónustufyrirtæki tengd veiðum og vinnslu; það er mergurinn málsins.
Meðan marktæk upplýst umræða fer ekki fram eru skoðanakannanir og undirskriftir til þjóðaratkvæðis á röngum forsendum; má segja þær marklausar.
Vandi sjávarútvegsins er stefna Samfylkingarinnar, áróður og illa upplýst umræðu með illskeyttum slagorðum ; þyrlað upp moldviðri slegið ryki augu almennings.
Vonandi getur núverandi ríkisstjórn gripið í taumana kveðið niður órökstuddan áróður og komið upplýstri umræður á framfæri í RÚV sem er þjóðarútvarp en ekki málpípa Samfylkingarinnar - einnig í fleiri fjölmiðlum. Annars næst ekki samkomulag á Alþingi eða þjóðarsátt um sjávarútveginn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook
12.7.2013 | 20:24
Kvótalög - rekstur sjávarútvegsfyrirtækja.
Lánið er fallvalt í fiskveiðum, aflabrögð geta brugðist fyrirtæki gera ráð fyrir í rekstri að kvótinn sé veiddur taka áhættu eins og önnur fyrirtæki nema að fyrirtæki í sjávarútvegi hafa takmarkaða lögbundna afkomu - frelsi þeirra takmarkað í rekstrinum , sem vonandi verður ekki horft framhjá þegar lög um sjávarútvegsstefnu verður endurskoðuð.
Óþarfi er að flækja nefnda endurskoðun með mörgum exelskjölum og pólitískum reiknimeisturum með gullæði í augum. Gjaldið greiðist eftir á af þeirri veiði er veidd var síðast ár þá tekið tillit til þess kostnaðar í rekstri er viðkomandi fyrirtæki varð að reikna með í upphafi ef aflabrögð bregðast.
Auðvelt að útbúa blað með gjaldaliðum er verður að greiða hvort sem veiðist allur kvótinn eða aðeins hluti hans- ekki er átt við fastan kostnað í þessu tilviki.
![]() |
Makrílvertíðin er rétt að byrja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook
12.7.2013 | 08:42
Forsetinn og þjóðin
Forsetinn fer mjög fyrir brjóstið á Valgerði Bjarnadóttur, alþingismanni í Fréttablaðinu í dag. Stjórnmálamenn eiga að gera sér grein fyrir að forsetinn er þjóðkjörinn ; - hefur gripið til þessa valds er hann hefur samkvæmt stjórnarskrá á erfiðum tímum. Má nefna 26.gr. og 24. gr.hvernig sem lögspekingar túlka eða kokka saman annan skilning er orðanna hljóðan skýr í framangreindum greinum stjórnarskrárinnar.
Engin ástæða að forsetann skrifaði ekki undir löginn um veiðigjaldið; aðeins valdið sundrung og deilum er þjóðin mátti ekki við í erfiðu efnahagsástandi. Vel má vera að fyrrverandi stjórnarandstaða í tíð velferðarstjórnarinnar" sálugu hafi beitt málþófi en ekki af ástæðulausu. Velferðarstjórnin gekk fram með óbilgirni og valdníðslu í málefnum sjávarútvegs virti hagsmunaaðila ekki viðlits, úrræðaleysi í skuldamálum heimilinna, stjórnarskrármálið þar sem gömlu stjórnarskránni skyldi hent fyrir borð og pólitísk stjórnarskrá undir forystu Samfylkingarinnar yrði grundvöllur hinnar nýju stjórnskipunar, Icesave -samningana og innganga í ESB er átti að troða niður í kok á þjóðinni.
Velferðarstjórnin skóp illdeilur og sundrung á þingi innan eigin raða og utan, einsdæmi að slíkt skuli gerast þegar mestu varðaði að ná samstöðu vegna mikilla erfiðleika í stjórnun landsins. Ekki annað hægt að segja en hún hafi tæplega virt þing né þjóð viðlits í framangreindum málum.
Forsetinn taldi sig knúinn að grípa í taumana þjóðinni til úrlausnar var og er farsæl lausn þegar stjórnkerfið er í molum eftir eftir efnahagshrunið. Tæplega útilokað að forsetinn muni gera það aftur ef engin sátt er sjónmáli um mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar sjávarútveginn.
Gæti verið að Valgerður Bjarnadóttir tali niður til þjóðarinnar og forsetans með framangreindri grein í Fréttablaðinu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook
11.7.2013 | 09:17
Forsetinn gæti rofið Alþingi -24.gr
Nú eru blikur á lofti vegna væntanlegra breytingar á lögum um sjávarútveg á næsta ári. Sjávarútvegurinn hefur verið undir stöðugum áróðri frá síðustu ríkisstjórn og fjölmiðlaflórunni um það sem betur mætti fara og þarf að bæta í umræddri lögum; er ekki rætt ofan í kjölinn.
Oft sama tuggan: þjóðin á kvótann, útgerðamenn eru kvótagreifar", þjófar eða þaðan af verra; aðeins gert til að slá ryki í augu almennings.
Þegar kvótinn var lögleiddur breyttist verðgildi fyrirtækja í sjávarútvegi, skip/bátur urðu verðlaus ef þau höfðu ekki veiðiheimild; rökrétt afleiðing af settum lögum. Sérstaða fyrirtækja í veiðum er að afkoma þeirra var heft með umræddum kvótalögum - olli miklu tjóni í rekstri og afkomu stórra og smárra sjávarútvegsfyrirtækja- auk þess að vera háð aflabrögðum hverju sinni.
Kvótalöginn eru komin til að vera hafa komið í veg fyrir ofveiði en þurfa að vera í sífelldri endurskoðum hvað varða rekstrarhlið sjávarútvegsfyrirtækja.
Margir smærri bátar voru skertir svo mikið í heimildum að ekki var raunhæft að reka þá með hagnaði hvað þá að framfleyta fjölskyldu. Lögin höfðu þau áhrif að hagræðing átti sér stað, smærri bátum fækkaði, þeir sem lifðu af urðu stærri og betur út búnir til veiða lengra frá landi . Framangreint er eitt lítið brot af þeim vanda og usla á smærri útgerðarstöðum - er kvótalögin ollu.
Sjávarútvegurinn má ekki vera pólitískt bitbein, stjórnmálamenn verða að komast að samkomulagi. Mikið í húfi fyrir þjóðina að sjávarútvegurinn sé rekinn með þeim hætti að gefa sem mestan arð til þjóðarinnar síðast ekki síst að fyrirtækin geti haldið í horfinu í veiðum og tækni geti skapað atvinnu þjónustu-fyrirtækjum í sjávarútveginum.
Stefna Samfylkingarinnar virðist vera að ná valdi yfir auðlindinni - deila og dottna með hana í eigin pólitískum tilgangi - ekki annað séð en vinstra liðið hafi sömu stefnu.
Versta staða í sjávarútvegi yrði ef stefna fyrri ríkisstjórnar fengi byr í seglin að þjóðnýta fiskveiðarnar beint í ríkiskassann síðan deilt og drottnað í nafni þjóðarinnar að þjóðin eigi kvótann.
24.gr. stjórnarskrárinnar er á þessa leið: Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 2 mánuðir séu liðnir, frá því er það er rofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en 8 mánuðum eftir, að það var rofið.
Forsetinn er þjóðkjörinn og hefur því meira vald en ráðherra í þeim skilningi að ráðherrann er pólitískt kosinn af einum flokki þótt hann hafi meirihlutastjórn að baka sér. Ekki óhugsandi að sú staða gæti komið upp, að forseti yrði að rjúfa þing ef allt fer í bál og brand - engin sátt næðist um sjávarútveginn.
En fyrst verður að fara fram umræða á málefnalegum nótum - en ekki skítkast og illmælgi sem borið hefur hæst í málefnum sjávarútvegsins - frá upphafi lagasetningu kvótalaganna..
10.7.2013 | 00:38
Af sjávarútvegi ertu kominn
Einn helsti penni Fréttablaðsins Guðmundur Andri Thorsson brá sér til til Siglufjarðar gekk um Síldarminjasafnið (8.07,bls13). Hann skrifar: Eitt af því sem er svo fallegt við síldarminjasafnið á Siglufirði er að þar er þessi gamla undirstöðu- atvinnugrein okkar, sjávarútvegurinn, umvafinn kærleika og virðingu, eins og vera ber.
Síðan skrifar hann um núverandi skæklatog í málefnum sjávarvegsins og telur talsmenn greinarinnar vaða uppi með frekju og fruntalegum kveinstöfum Guðmundur Andri tekur undir skæklatogið með upphrópunum í garð atvinnugreinarinnar.
Íslenskur sjávarútvegur á skilið meiri virðingu en upphrópanir og skæklatog , atvinnuvegi er hefur staðið undir framförum þjóðarinnar á öllum sviðum án hans engir háskólar ekkert velferðarkerfi engin þéttbýli engar tæknilegar framfarir; er enn okkar mikilvægasta atvinnugrein.
Guðmundur ætti að taka sér ferð um landið til sjávar og sveita þar sem fólk vinnur svipmikið í fasi og svipmóti veit að það gegnir mikilsverðu hlutverki ekki síður en síldarvinnufólkið forðum er Guðmundur upplifði á Síldarminjasafninu Siglufirði, nútímaverkafólk er með dugnaði sínum og útsjónarsemi og vinnugleði horfir vonglatt til framtíðar þrátt fyrir fjármálahrun Íslands; fjöregg okkar í bráð og lengd.
Þá munu birtast uppbyggilegar greinar í Fréttablaðinu skrifaðar af Guðmundi Andra Thorssyni um Íslenskan sjávarútveg, skrifaðar af af virðingu og væntumþykju; vandamálin krufin til mergjar með málefnalegum hætti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook
9.7.2013 | 16:58
Forsetinn sýndi festu - góður rökstuðningur
Forsetinn samþykkti lögin um sérstakt veðiðgjald eins og búast mátti við - rökstuddi mál sitt vel í beinni útsendingu - svo erfitt verður að snúa út úr orðum hans - áreiðanlega hlustaði mikill meirihluti þjóðarinnar.
Þjóðaratkvæðagreiðsla þarf að þróast betur - má nefna fjölmiðlaflóruna að hún gangi fram með lýðræðislegum hætti - en ekki í æsingastíl eins oft hefur orðið um undirstöðuatvinnu veg okkar allra.
.
![]() |
Forsetinn staðfestir lög um veiðigjald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook
9.7.2013 | 12:50
Forsetinn skrifar undir lögin?
Spái því að forsetinn skrifi undir lögin með viðeigenda rökstuddum skýringum, hvers vegna. Engin almenn umræða hefur farið fram um lögin nema skítkast og áróður sem ekki er sæmandi á mikilvægasta atvinnuvegi þjóðarinnar.
Verði þjóðaratkvæðagreiðsla að raunveruleika vantar lagalegan ramma hvernig framkvæmdin verður- auk þess verða allir að geta kosið með góður móti sjúkir og aldraðir; allir að sitja við sama borð.
Vona að forsetinn standist það álag er hann er nú undir - þótt einhver pólitískur blástur verði ef hann skrifar undir lögin.
![]() |
Forsetinn boðar til blaðamannafundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.7.2013 | 08:21
Fyrstu landnemar vestan hafs námu land í Utah
Undirrituð fór til Utha USA nýlega með Bændaferðum á Íslendingaslóðir - einnig litast um í Colorado og Arizona. Til Utha fluttu 410 manns frá Íslandi árin 1854-1914 fyrstir landnema vestan hafs- lítt hefur verið haldið á lofti afreki þeirra í skrifum um vesturfara -mun það vera vegna þess þeir voru mormónatrúar - lentu í andstöðu við kirkju og samfélag vegna trúar sinnar. Saga þeirra legið í þagnargildi þangað til bókin Eldur á ís(Fred E.Woods) kom út hér á landi árið 2007, saga mormóna hér heima og heiman.
Árið 2005, hundarð og fimmtíu árum eftir landnám fyrstu Íslendinga var afhjúpaður minnisvarði í Spanis Fork í Utha með áletrun nafna þeirra 410 landnema er námu þar land að viðstöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. - í ræðu sinn hvatti hann viðstadda til að minnast þeirra fátæku sjómanna og bænda, sem fluttu frá heimilum sínum á Íslandi til nýja landsins og jafnframt þeirrar arfleifðar er þeir létu eftir sig í Spanis Fork.
Forsetinn þakkaði af alhug Íslendifélaginu í Utha, Mormónum/Kirkju síðari daga heilagra og Gordon B. Hinckley forseta, fyrir framlag þeirra til íslensku þjóðarinnar, að minnast sameiginlegra arfleifðar okkar.
Stórbrotið og fagurt landslag er á hásléttum Bandaríkjanna á þessum slóðum með hrikaleg gljúfur og gil - vorum sjaldan undir 2000 m sjón er sögu ríkari
Dýpst í huga er samt sagan um íslenska landnámið og afrek Íslendinga í Utha saga sem undirrituð vissi ekki um þrátt fyrir að hafa lesið flestar bækur um landnám Íslendinga í Kanada og Bandaríkjunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook