Helmingur Íslendinga tengjast áfengisneyslu?

Rannsóknir hafa sýnt ótvírætt að frjáls sala áfengis eykur drykkju og á við hér á landi. Ísland er þar ekki undantekning. Í Suður-Evróðu þar  hafa menn áhyggjur af ofneyslu áfegnis og eru að reyna fyrirbyggjandi aðgerðir. Umrædd svæði þarna suður frá eru með mikla vínræktun og ódýrt vín. ESB hefur og ætlar að taka á þessum áfengisvanda með marvissum aðgerðum. Ennþá heyrist lítið um það í fréttum.Ekki er ofmælt að 10% landsmanna hér á landi eigi við áfengis- og eiturlyfja vanda að ræða. Er auðvelt dæmi að reikna. Tíu prósent af þrjúhundruð þúsund manns eru þrjátíu þúsund manns hér á landi. Ekki er ofreikanða að stófjölskylda hvers og eins sé a.m..k fimm manns. Fimm sinnum 30.000 manns eru þá eitthundarað og fimmtíu þúsund manns sem tengjast vímuefnum og því böli sem þau valda. Tekið skal fram að íslendingar eru ekki alveg þrjú hundruð þúsund en skakkar ekki miklu.
mbl.is Fleiri Svíar deyja áfengistengdum dauðdaga eftir inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Sigurðsson ráðherra á þing - framför til framtíðar!

HappyJón Sigurðsson kom vel fyrir  sjónvarpinu í kvöld, fastur fyrir; málefnalegur  með einlægan vilja til góðra verka. Þótt Framsókn sé í efiðri stöðu mun hann með sinni einörðu framkomu og kurteisi  ná að auka fylgið fram að kosningum. Vonandi nægilega til að verða í næstu ríkisstjórn.

Farsælast fyrir þjóðina yrði að núverandi ríkistjórn héldi áfram. Ekki verða Vinstri grænir vænlegur kostur eftir yfirlýsingar sínar um sameiginlegar varnir í Norðuratlandshafi í samstarfi við frændþjóðir og Atlandshafsbandalagið. Afstöðu VG má telja ábyrðgðarlausa í svo mikilvægu máli bæði hvað varða varnir og björgunarstörf. Þá er Samfylking ekki vænlegur kostur í stjórnasamstarfi. Ekki góður kostur fyrir landsbyggðina (eða þjóðarhag) hvað varða landbúnað og sjávarútveg, sem hlýtur þó að vera kjölfestan þótt þjónustugreinar og menntamál verði jafnframt að efla eins og kostur er. Lákúruleg kosningbarátta í sjónvarpinu í kvöld hvernig Össur velti sér upp úr persónulegum málum Jónínu Bjartmars.

Ekki vænleg kosninga barátta til að ná árangri. Yrði ekki hissa þótt málið snerist upp í andhverfu sína Framsókn í hag.

 

Virðir Morgunblaðið allar skoðanir - Með rökum og réttlæti?

Hvers vegna loka staksteinar Mbl. fyrir skrif sín gegn Reykholtsprestinum í dag. Hvað gengur Morgunblaðinu  til? Eru þau hrædd við skoðanir okkar bloggara. Ekki má gleyma að Mbl. gefur sig út fyrir að virða  skoðanir allra, blað allra landsmanna. Nú nýlega með því að leyfa boggurum að gera athugasemdir. 

Að mínu mati sneri Sr. Geir ekki út úr í sjónvarpinu í gærkveldi.  Ef  rétt er munað þá taldi Helgi að almenningsálitið væri andstætt samþykkt prestanna á prestastefnunni þann 26. apríl. Hvaða skoðanakönnun var það, hvernig  var hún unnin? Hvers vegna var klippt svo snöggt á umrætt viðtal á þessum umrædda tímapunkti?  

Sr. Geir var að útskýra hvers vegna almenningsálitið gæti ekki verið mælikvarði á hvaða stefnu kirkjan hefði samkvæmt boðskað Krists. Hér er verið að reyna að skrifa málið í annan neikvæðan farveg eða sá sem skrifar hefur ekki nægilega guðfræðilega þekkingu. 

Verðum við ekki að geta horfst í augu við sannleikann þótt það sé stundum sárt? Valdi fólkið ekki morðingjann Barrabas  frekar en  Krist á Golgata forðum, þegar Pílatus þvoði hendur sínar af krossfestingu Krists og gaf boltann “á dómstól götunnar?” Hvernig ætla Staksteinar að rökstyðja að almenningsálitið hafði þá rétt fyrir sér?


Virðir Morgunblaðið allar skoðanir - Með rökum og réttlæti?

Hvers vegna loka staksteinar Mbl. fyrir skrif sín gegn Reykholtsprestinum í dag. Hvað gengur Morgunblaðinu  til? Eru þau hrædd við skoðanir okkar bloggara. Ekki má gleyma að Mbl. gefur sig út fyrir að virða  skoðanir allra, blað allra landsmanna. Nú nýlega með því að leyfa boggurum að gera athugasemdir. 

Að mínu mati Sneri Sr.  Geir ekki út úr í sjónvarpinu í gærkvedi.  Ef  rétt er munað þá taldi Helgi að almenningsálitið væri andstætt samþykkt prestanna á prestastefnunni þann 26. apríl. Hvað skoðanakönnun var það, hvernig  var hún unnin? Hvers vegna var klipp svo snöggt á umrætt viðtalið á þessum umrædda tímapunkti?  Sr. Geir var að útskýra hvers vegna almenningsálitið gæti ekki verið mælikvarði á hvaða stefnu kirkjan hefði samkvæmt boðskað Krists. 

Hér er verið að reyna að skrifa málið í annan neikvæðan farveg eða sá sem krifar hefur ekki nægilega guðfræðilega þekkingu. Verðum við ekki að geta horfst í augu við sannleikann þótt það sé stundum sárt? Valdi fólkið ekki morðingjann Barrabas  frekar en  Krist á Golgata forðum, þegar Pílatus þvoði hendur sínar af krossfetingu Krists og gaf boltann “á dómstól götunnar?” Hvernig ætla Staksteinar að rökstyðja að almenningsálitið  hafi haft rétt fyrir sér þá?


Trúin er dauð - án verka?

Samkvæmt  siðfræðinni erum við siðgæðisverur. Hvað felst í að vera siðgæðisvera.? Að vera siðgæðisvera felst í hnotskurn; heiðarleiki, réttsýni og sannsögli séu haldin í heiðri, gera þá kröfu til til samfélagsins og okkar að vera ábyrg gjörða okkar, að gegna siðfeðilegum skyldum við sjálfan sig og aðra.

Samkvæmt siðferðiðlegum forsendum hljótum við að taka afstöðu gegn fóstureyðingu, tökum á okkur þá samfélagslegu ábyrgð að koma þeim til hjálpar sem svo illa eru komnir að telja sig knúna til að eyða fóstri. 

Hvað varðar rétt samkynhneigðra til að hljóta kirkjulega vígslu  er það á skjön við það siðgæði sem við höfum tileinkað okkur og út frá forsendum kristinnar trúar.

Í okkar þjóðfélgi hafa samkynhneigðir fengið borgaraleg réttindi til að búa saman. Hafa borgaraleg réttindi nú þegar.

Samkvæmt kristinni trú er kirkjuleg vígsla fyrir samkynhneigða ekki  framkvæmd. Umræðan um kirkjulega vígslu samkynhneigðra er talsvert óljós. Snýst hún um siðferðileg réttindi eða um hvaða afstöðu kirkjan á að taka eftir því hvað "hagsmunahópar" telja sér í hag hverju sinni?

Á kirkjan á að semja sig að því markmiði að þóknast samfélaginu og  sjálfdæmi einstaklinga? Þá stefnir  kirkjan að guðlausri veröld þar sem allt er leyfilegt. "Því eins og  líkaminn er dauður án anda, eins er trúin dauð án verka." (Jak. 2.26 Biblían)

 

 

 


mbl.is Vatíkanið segir fóstureyðingar vera hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja Vinstri Grænir - braska með kvóta?

Nú vilja vinstri grænir láta Ríkið fá 5% af úhlutuðum kvóta handa sjávarbyggðum. (Fréttabl. í dag) Hugmyndin er góð svona í fljótu bragði. Ekki bætir úr skák að Ríkið fari að braska með kvóta. Hugmyndin vekur upp spurningar. Hvaða byggðarlög er um að ræða? Eru það byggðir sem aðeins geta verið með litla báta vegna hafnaraðstöðu? Verður kvótanum úthlutað til þeirra trilluútgerða sem eru á viðkomandi stað. Geta viðkomandi trillur byggt rekstur og lífsviðuværi á þessari hugmynd til frambúðar? Ekki er vænlegt að sveitastjórnir fari að úhluta og braska með slíkar heimildir. Samkrull með eignaraðild sveitarfélaga og vinnlsu hefur löngu gegnið sér til húðar. Nauðsynlegt er að aðskilja veiðar og vinnslu í landi. Þá er ekki hægt að horfa framhjá markaðsumhverfi erlendis með fisk. Þarf að liggja fyrir hvort það borgar sig að vinna fisk á smærri stöðum yfirleitt. Athuga þarf hvort rekstur vinnslu í landi er raunhæfur og fái nægilegt hráefni t.d. í saltfiskverkun.Alla vega þurfa nokkri smáir að sameina sig ef slík vinnsla er framkvæmanleg t.d á Norðausturlandi. 

Þessi hugmynd getur tæplega orðið að veruleika nema hún verði sett fram og rædd við viðkomandi aðila. Að algert skilyrði sé að trilluútgerðir fái kvótann beint þar sem þær eru staðsettar. Að úgerðirnar fái kvótann án þess að greiða krónu í leigu það er réttlætismál.


Örvæntingarfullur stjórnmálaforingi?

Sorglegt var að hlusta á örvæntingarfullan fyrrverandi stjórnmálaforingja eins og Jón Baldvin Hannibalsson í sjónvarpinu í kvöld. Upphrópanir:  Landið í tötrum! Ónýt króna! Okurvextir! Burt með núverandi stjórn! Lýðræðið óvirkt! Jafnaðarmannaflokkurinn mistókts! Hvernig átti annað að vera um svo ólík öfl sem eru innan Samfylgingar?  Gáfaður maður eins og Jón Baldvin veit að dropinn holar steininn þegar um stjórnmál er að ræða. Ekkert við þessara stöðu að gera nema hafa biðlund þangað til flokkurinn hefur náð jafnvægi. Þangað til mun Jón Baldvin þurfa að sætta sig við önnur stjórnarmynstur ef fer sem horfir samkvæmt skoðanakönnunum.

Má segja að umræddar upphrópanir muni ekki verða Samfylgingunni til framdráttar í kosningabaráttunni. 

Virkt lýðræði hlýtur það að vera þegar fólki kýs það sem það vill og mun gera í komandi kosningum.  

Náðst hefur viðundandi sátt um landbúnað í samræmi við það sem er að gerast í heiminum. Engin lausn að rústa íslenskum landbúnaði, sjúkdómar eru alltaf að koma upp í búfénaði erlendis, sem ekki sést fyrir endann á í  nánustu framtíð.

Unnið markviss að uppgræðslu landsins og reynt að draga úr viðvarandi uppblæstri sem þó aldrei verður stöðvaður alveg vegna veðurfars.

Atvinna næg í landinu og horfur áframhaldandi stöðugleika.

Verkefni næstu stjórnarandstöðu verður að gefa aðhald um að afkoma öryrkja, aldraðra og þeirra lægst launuðu verði ekki svikinn eins og oftast hefur orðið eftir allar kosningar. Þá heldur Jón Baldvin vonandi vöku sinni um jafanaðastefnuna.

 

Forsetakosningar - "Á vígvelli siðmenningar"

Nú stendur  yfir fyrri umferð  forsetakosningarinnar í  Frakklandi og þeir tveir sem fá flest atkvæði fara í aðra umferð kosninga eftir nokkra daga þar sem úrslit verða væntanlega ráðin. Kemur upp í hugann  sú staða sem uppi er hér á landi, að breyting á kosningalögum fyrir forsetakosningar  þarf að fara fram miðað við þau viðbrögð, sem núverandi forseti hefur fengið í blaðaskrifum vegna nýstárlegra uppátækja í  forsetatíð sinni. Mattías Johannessen ritsnillingur og skáld birtir afar athyglisverða grein á netinu í dag sem hann nefnir “Á vígvelli siðmenningar.” 

Þar kennir ýmsra grasa sem fróðlegt er  fyrir bloggheiminn að kynna sér. 

Eftirfarandi er tekið úr umræddri grein er fjallar um óskýr lög og siðlega þáttinn: ... “Dómstólar hafa ekki við að lesa í óskýr lög frá Alþingi, en það eru smámunir miðað við byltinguna sem nú fer fram á Bessastöðum gegn stjórnarskrá landsins,eins og lagaprófessor við Háskóla Íslands hefur bent á.En hvernig væri þá að ganga hreint til verks fyrst ráðherrar og alþingismenn ráða ekkert við forseta landsins og gera embættið pólitískt með nýjum lögum,en þá verður að búa svo um hnútana að enginn geti sezt í það nema með stuðnings álitlegs meirihluta þjóðarinnar,þannig að minnihlutinn geti ekki orðið stærri en meirihlutinn eins og nú vill verða ?! Sumt er löglegt,annað siðlegt.. Þingræði ræður ekki við siðlega þáttinn. Ekki dómstólar heldur. Því miður! Við morgunblaðsmenn lentum í einu af þessum álitamálum á sínum tíma,þegar ríkissaksóknari kærið umfjöllun Agnesar Bragadóttur sem snerti uppljóstranir eða upplýsingar og bankaleynd í Landsbankanum eins og margir muna,en blaðið var sýknað án þess verjendur sópuðu til sín milljónum og agnúazt væri í fjölmiðlum út í ákæruvaldið. Málið semsagt rekið hávaðalaust og án málaliða! Engar óheiðarlegar aðferðir eða tölvupóstsþjófnaðir , engar ærumeiðingar, engir fjölmiðlalögmenn. Engar ásakanir um pólitískt upphaf málsins! En Agnes hafði sóma af málinu og hlaut fyrir það verðskuldaða viðurkenningu. Við morgunblaðsmenn töldum að okkur vegið,að vísu,en ríkissaksóknari taldi okkur brotlega. Hæstiréttur sýknaði,svo við gátum sagt eins og komizt var að orði á dögum Jónasar frá Hriflu :Guði sé lof fyrir Hæstarétt!”… Allt var þetta rekið í kerfinu eins og hvert annað kærumál og aldrei datt okkur í hug að fara í neitt skaðabótamál,enda vissum við að ríkissaksóknari var einungis að sinna því sem hann taldi embættisskyldu sína.Og hann lá ekki undir neinum ámælum,þótt hann tapaði málinu,enda enginn fugl á hendi í þeim efnum. Og enginn nefndi samsæri! Samt er æra okkar meira virði en hlutabréf í öllum tuskubúðum Lundúnaborgar! Og nú að öðru. Sumt í þessu Baugs-máli minnir ónotalega á pólitíska þáttinn í Geirfinnsmálinu, án þess það verði rifjað upp hér. Þá var stundum erfitt að stjórna Morgunblaðinu og sigla milli skers og báru,en umfjöllun blaðsins frá þeim tíma stendur eins og stafur á bók og þarf ekki að skammast sín fyrir hana,enda sagði Ólafur Jóhannesson og lét berast til mín,að augljóst væri að nazistar stjórnuðu ekki þar á bæ. En þetta voru erfiðir tímar Þá eins og nú tóku óábyrgir fjölmiðlar undir hasarinn, auðvitað. Og þannig hefur pólitík fyrr komið við sögu í dómsmálum. Það má með sanni segja að dómstóll götunnar var ekki óvirkur þá frekar en nú. Hann hefur verið Baugsmönnum hliðhollur,því þeir hafa notið vafans og sagðir í hlutverki hróahattar á matvörumarkaðnum,en andstæður olíufurstum sem leika einnig sína rullu þarna í Skírisskógi ísmauranna,svo vitnað sé til Spaugstofunnar sem hefur íslenzkt samfélag á reiðum höndum. Í hafskipsmálinu vorum við morgunblaðsmenn gagnrýndir af vinstri mönnum fyrir varkárni,jafnvel einnig af fólki sem stóð okkur nær. Vinstri menn héldu því fram að við værum að reyna að hilma yfir með sjálfstæðismönnum sem við sögu komu.Það er rétt að við fórum varlega í sakirnar,enda er dagblað ekki dómstóll,heldur upplýsingamiðill,og þá væntanlega eitthvað skárri en Gróa! Við sögðum aldrei neitt sem við höfðum ekki pottþéttar heimildir fyrir,það gerðum við ekki fyrir neina sjálfstæðismenn,heldur af nærgætni við lesendur okkar, heiður okkar sjálfra og eigin samvizku.Fyrir bragðið lágum við undir ámæli þeirra sem heimtuðu pólitískan hasar;þeirra sem telja að fjölmiðlar séu dómstólar og sakamál eigi að reka í þeim. Og þar eigi að kveða upp dómana. Þetta voru einnig erfiðir tímar og minna á Baugs-málið nú.En það er í raun og veru ekkert öðruvísi en önnur þau mál sem koma til kasta lögreglu vegna gruns um misferli,fara fyrir dómstóla og eru svo afgreidd þar lögum samkvæmt,hvort sem mönnum líkar betur eða ver. En stundum fara fjölmiðlar offari.Og þá er pólitík oftast undirrótin (og svo náttúrlega tengsl við málsaðilja, eins og dæmin sýna). Stundum eru haldnar borgarnesræður.Og þá eru þeir sem standa vörð um réttarríkið dregnir fyrir dómstól götunnar og sakaðir um réttarhneyksli,hvað sem það merkir. Rétt eins og afbrotamenn. Já,eins og Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra,á sínum tíma. En hann stóð keikur og lét ekki hrekja sig úr embætti.Varði hendur sínar á þingi og óhætt að segja að ræða hans hafi verið einstök. Gula pressan hefur tekið við af beinakerlingunum gömlu,en þær voru einskonar smitberar í varnarlausu samfélagi Gróu á Leiti..Beinakerlingar voru vörður á alfaraleið þar sem menn skildu eftir leggi með níðvísum.Jónas varar við beinakerlingum í einu ljóða sinna.Nú eru reknir hér fjölmiðlar sem kenna sig jafnvel við rannsóknarblaðamennsku (!),en eru ekkert annað en beinakerlingar. Rógberar og kjaftaskar sækja í þessa nýju “fjölmiðla”eins og flugur í kúaskít.Og gulna!”…Þökk sé skáldinu fyrir einkar fróðlega grein sem segja má að sé stefnumarkandi um hvernig laga – og fjölmiðlaumhverfi við viljum búa við í framtíðnni!

Framsókn í erfiðum róðri í kosningabaráttunni?!

Ef ríkistjórnin heldur velli má túlka það sem skilaboð um  áfram haldandi stjórnarsamstarf.

Viðrist vera uppgjafatónn í Guðna Ágústssyni vegan slaks gengis Framsóknarflokksins, að Sjálfstæðisflokkurinn sigli lygnan sjó í stjórnasamstarfinu og komist hjá gagnrýni. 

Þá segir Guðni vafasamt hvort hægt verði að halda áfram þótt stjórnin haldi velli. Þótt meirhluti  missi einn mann þá er það ekki nægileg ástæða fyrir Framsókn að draga sig í hlé.

Þótt ekki sé góð staða hjá Framsókn þá hefur hún þó nokkrar skyldur til að halda áfram með þá stefnu sem stjórnin markaði sér í upphafi. Ekki er góður kostur að skjóta sér undan merkjum þótt illa gangi í svipin.

Það verður aðeins vatn á myllu Kaffibandalagsins.

Eins og Guðni nefndi hafa verið innbyrðis átök innan flokksins. Undirrituð telur að stærsta deilumálið séu Evrópumálin og þar hafa stuðningsmenn ESB sýnt yfirgang og stjórnað flokknum alfarið í þeim málum.

Lanbúnaðrmálin eru oft umdeild en nú hefur Guðna tekist að ná allgóðri sátt um þau mál. Heibrigðis - og félgsmálaráðuneytið eru erfiðir málaflokkur. Sérstaklega hafa mál eins og Byrgismálið og fl. reynst erfið og reynt meira á Famsókn  en samstarfsflokkinn.

MIklar breytingar hafa orðið í þingflokk og forystu flokksins. Undirrituð telur að brottför Jóns Kristjánssonar  sem þingmanns  verði flokknum afdrifarík og muni kosta fylgistap fyrir austan. Við því er ekkert hægt að gera nema að læra af reynslunni.

Nú er það nýja forystan sem þarf að taka á í kosningabaráttunni. Hef trú á að Jóni Sigurðssyni gæti tekist að koma flokknum á réttan kjöl ef allir vinna vel saman.

Versti kostur fyrir framsókn er að fara ekki aftir í ríkistjórn ef nægilegur meirihlut fæst. Það sem verra er að sú kjölfesta sam náðst hefur í efnahagsmálum og velferðarmálum verður ekki nægileg án Framsóknarflokksins.

 


mbl.is Guðni: Sjálfstæðisflokkurinn virðist stikkfrí í umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakannanir og kosningaumfjöllun fjölmiðla.

Umhugsunarvert er hvað skoðanakannanir eru  misvísandi þrátt fyrir stöðugar bitringar í fjölmiðlum. Ljóst er að umfjöllun fjölmiðla hefur áhrif á  hvaða afstöðu fólk tekur hverju sinni.  Hins vegar liggur ekki fyrir hverning form er notað þegar spurt er. Eru það leiðandi spurningar eða teygjanlegar spurningar; farið á skjön við það sem verið er að spyrja um? Ekki er verið að tortryggja þá sem framkvæma skoðanakannanir en það sem ekki er gagnsætt vekur upp efa  trúverðugleika. Ekki er æskilegt skoðanakannanir geti birst ótakmarkað  í fjölmiðlum eða hvernig form þeirra er. Ekki hafa verið settar nægilegar reglur með lögum um skoðanakannanir og úr því þarf að bæta.

 

Virðist vera að   fólk  hætti að hlusta síbilju skoðanakanna. Ekki  heldur æskilegt vegna þess að skoðanakannanir eru gagnvirkar.

Þær gefa stjórnmálaflokkum aðhald um þau málefni sem settar eru á oddinum hverju sinn.Þar gegna fjölmiðlar mikilli ábyrgð, að fram komi réttar upplýsingar um kosningaloforð bæði þau sem átti að gera fyrir fyrri kosningar og hvað á að framkvæma í komandi kosningum.

 

Það sem af er fyrir þessar kosningar hefur umfjöllumn verið nokkuð málefnaleg. Kosningafundir og  viðtöl í fjölmiðlum verið með nokkuð viðunandi hætti. Samt fer ekki hjá því að í þessum stóru kjördæmum þyrft að  meiri umfjöllun um afsekktari byggðarlög í stóru kjördæmunum markvissari athygli en gert hefur verð á þessum stóru framboðsfundum.

 

Ekki er ofmælt að fjölmiðlar séu fjórða valdið í samfélaginu eins og forsetinn hafði á orði eitt sinn í ræðu við setningu Alþingis.Woundering


Skoðanakannanir og kosningaumfjöllun fjölmiðla.

Umhugsunarvert er hvað skoðanakannanir eru  misvísandi þrátt fyrir stöðugar bitringar í fjölmiðlum. Ljóst er að umfjöllun fjölmiðla hefur áhrif á  hvaða afstöðu fólk tekur hverju sinni.  Hins vegar liggur ekki fyrir hverning form er notað þegar spurt er. Eru það leiðandi spurningar eða teygjanlegar spurningar; farið á skjön við það sem verið er að spyrja um? Ekki er verið að tortryggja þá sem framkvæma skoðanakannanir en það sem ekki er gagnsætt vekur upp efa  trúverðugleika. Ekki er æskilegt skoðanakannanir geti ótakmarkaðað birt kannanir sínar í fjölmiðlum eða hvernig form þeirra er. Ekki hafa verið settar nægilegar reglur með lögum um skoðanakannanir og úr því þarf að bæta.

 

Viðist vera að   fólk  hætti að hlusta síbilju skoðanakanna. Ekki  heldur æskilegt vegna þess að skoðanakannanir eru gagnvirkar.

Þær gefa stjórnmálaflokkum aðhald um þau málefni sem settar eru á oddinum hverju sinn.Þar gegna fjölmiðlar mikilli ábyrgð, að fram komi réttar upplýsingar um kosningaloforð bæði þau sem átti að gera fyrir fyrri kosningar og hvað á að framkvæma í komandi kosningum.

 

Það sem af er fyrir þessar kosningar hefur umfjöllumn verið nokkuð málefnaleg. Kosningafundir og  viðtöl í fjölmiðlum verið með nokkuð viðunandi hætti. Samt fer ekki hjá því að í þessum stóru kjördæmum þyrft að  meiri umfjöllun um afsekktari byggðarlög í stóru kjördæmunum markvissari athygli en gert hefur verð á þessum stóru framboðsfundum.

 

Ekki er ofmælt að fjölmiðlar séu fjórða valdið í samfélaginu eins og forsetinn hafði á orði eitt sinn í ræðu við setningu Alþingis.


Núverandi ríkisstjórn áfram - hugmyndasnauð stjórnarandstaða?

Þorgerður Katrín Gunnarsdótti var spurð að því í dag (Saga) hvort henni hugnaðist áframhaldandi stjórnarsamstarfi eftir kosningar. Hún svaraði því að ef stjórnin fengi meirhluta í komandi kosningum þá væri það ákveðin skilaboð. Það er mergurinn málsins að mati undirritaððra, þá eru skilaboðin sama ríkistjórn  áfram. Núverandi stjórn hefur komið mörgu góðu til leiðar í atvinnumálum og reynt eftir bestu getu að þoka velferðarmálum áfram.

Ef stjórnin fær umboð í kosningunum þá mun verða auðveldara að halda áfram á sömu braut til framfarla.Flokkarnir í stjórnaandstöðu virðast ekki hafa  sýnt málefnalega stjórnandstöðu  það sem af er í kosningabaráttunni. Það sýnir slakt gengi í skoðanakönnunum hvað eftir annað. Sem betur fer virðist  almenningur sjá í gegnum þessa ómálefnalegu og ekki skapandi málefni hjá Kaffibandalaginu./”Pulsubandalaginu Steingrímur og Ingibjörg Sólrún. 

Óbreytt ríkisstjórn mun verða fasæl niðurstaða í komandi kosningum ef framfarir félagslegar umbætur eiga að verða í samfélaginu á komandi árum. 

Gleðilegt sumar!


Gleðilegt sumar ágætu bloggarar!

Árið 1921 er talið að sumardagurinn fyrsti hafi gert opinbera innreið sína í Reykjavík þegar fyrsti barnadagurinn var haldinn með fulltingi margra þekktra kvenna og karla, sem fluttu fyrirlestra, ræður, kvæðalestur, leiksýningu, hljómsveit, leikfimi, og listdans.Barnadagurinn átti sér samt aðdraganda. Bandalag kvenna í Reykjavík hafði áður unnið að stofnun heimilis fyrir munaðarlaus börn. Nefnd var sett á laggirnar sem kom á fjársöfnun á Þorláksmessu fyrir jól 1920.

Um veturinn ákvað nefndin að sumardagurinn fyrsti skyldi helgaður börnum.  Árið 1924 var Barnavinafélagið Sumargjöf stofnað til að koma á fót barnheimilium og hafði síðan veg og vanda af að halda sumardaginn fyrsta hátíðalegan, sem barnadag í hálfa öld með skrúðgöngu barna og foreldra. Eftir það tóku aðrir við einkum skátar og fóstrur. Samt  má telja að Sumargjöf sé eins konar handhafi sumardagsins fyrsta í Reykjavík. Þegar beiðni kemur um að halda útihátíð vísa yfirvöld henni til Sumargjafar.

 Sumardagurinn fyrsti á sér langa sögu í menningu okkar. Heiti dagsins er bókfest í Grágás og Jónsbók. Er þar ýmist ritaður sumardagurinn fyrsti eða sumardagur. Í Skáldskaparmálum Snorra Eddu segir að vor sé frá jafndægri til fardaga en sumar þaðan til jafndægri á hausti.Þar hefur fyrsti mánuður sumars verið  kallaður Gauksmánuður og sáðtíð. Sumargjafir hafa tíðkast í ýmsum myndum. Aðallega í Vesmannaeyjum gáfu sjómenn konum sínum sumardagsfisk, sem var hluti af róðri á sumardaginn fyrsta sem konan mátti ráðstafa að eigin vild.

Í bændasamfélaginu var dagurinn haldinn hátiðutlegur með betri mat, fólk fór í spariföt og aðeins unnin nauðsynlegustu verk. Til málamynda var stundum fyrsta vorverkið hafið en þá átti sumarið að vera athafnasamt 

Sumardagurinn fyrsti er löggildur fánadagur. 

Ekki að undra þótt horft sé til sumars í okkar kalda landi með því að gera sér dagamun með sól í hjarta þótt vindar blási kalt.

 Þá er það talinn gamall siður að óska hver öðrum gleðilegs sumars. Elsta persónlega sumarkveðjan er frá Siguðri Péturssyni sýslumanni (1817) til Sigurðar Thorgrímsen landfógeta. Þá mun sumardagurinn fyrsti hafa verið tileinkaðuu yngismeyjum; kallaður yngismeyjadagur, jómfrúdagur eða yngisstúlkudagu. 

Undirrituð á góðar minningar frá barnaæsku um sumardaginn fyrsta. Þá fékk hún kakó og sætabrauð í rúmið á yngismeyjadaginn þ.e. sumardaginn fyrsta. 

Megi kærleikur Krists og sumarsólin verma okkur  í bloggheimum og vindar blása úr öllum áttum til að gera  gott samfélag fyrir alla. 

Gleðilegt sumar!

 (Samatektin er út ritinu Saga Dagann eftir Árna Björnsson)


"Kvótabrask í sjávarútvegi" - er nauðsynlegt.

Það kom fram á kosningafundi á Vestfjörðum hjá Vinstri grænum í sjónvarpinu í gær, að stöðva yrði  kvótabrask í sjávarútvegi. En hvað er kvótabrask og hvað er eðlileg leiga milli skipa/báta sem vantar fisktegund til að geta veitt þær fisktegundir sem heimild er fyrir? Að geta fært fisveiðiheimildir til dregur mjög úr brottkasti fisks. Eðlilegt er að leigan fari eftir verðmæti þess fisks sem vantar. Sá sem leigir þarf líka sitt og hefur væntanlega miðað rekstur sinn og afkomu við þá veiðiheimild sem hann hefur. En hefur getað veitt vel og ekki vantað fisktegundir til að geta haldið áfram veiðum. Ekki er óeðlilegt að markaðsverð hafi áhrif á umrædda leigu hvort sem hún er há eða lá hverju sinni.

Þeir sem ekki reka útgerð og eru að leigja kvóta verður að stöðva, það er hin rétta leið til að laga kvótakerfið. Alltaf reyna einhverjir svartir sauðir í greininni að finna leið til að fara framhjá settum reglum. Rétt eins og í öðrum atvinnigreinum. Fara á skjön við settar reglur og lög með lögfræðilegri aðstoð “svartra sauða.”  Umræðan um kvótakerfið má ekki snúast eingöngu um þessa fáu svöru sauði heldur verða vel rekin fyrirtæki í sjávarútvegi að njóta sannmælis. 

Vel þekkt er sagan um skessurnar tvær sem léku sér með fjöregg sitt. Hentu því á milli sín  í kæruleysi sér til gamans. Því fór sem fór. Önnur skessan náði ekki að grípa fjöreggið og báðar létu lífið vegna heimsku sinnar. 

Látum ekki eitt stærsta fjöregg þjóðarinna/sjávarútveg fara sömu leið með ábyrgðarlausri umræðu um sjávarútveginn.

 

Öngstræti umræðunnar - um kvótakerfi og landbúnað?

Kvótakerfið hefur farið fyrir brjóstið á mörgum og orðið tilfinningalegt vandamál. Undecided Umræðan gefur ekki rétta mynd af veruleikanum. Kemur upp í hugann upphrópanir svo sem, “burt með gjafakvótann” eða “kvótakerfið burt.” Svipað má segja um landbúnaðinn: “Bændur fá milljarða gefins.” Í kjölfarið er þjóðin síðan spurð álits hvort hún eigi ekki kvótann og hún svarar: “Auðvitað eigum við auðlindirnar og kvótann.” Hvers vegna er  umræðunni eingöngu beint að sjómönnum og bændum en ekki um nýtingu annarra auðlinda í landinu, nýtingu jarðvarmaorku, virkjun fallvatna og laxveiði? Nefna má til viðbótar sólarorku, vindorku og sjónvarpsrásir.

Auðvitað  hlýtur að vera markmiðið stjórnun á umræddri nýtingu. Að hóflega sé tekið af auðlindunum til hagsbóta fyrir þjóðarbúið og komandi kynslóðir.   En seint verður fundin gallalaus lausn.Óhjákvæmilegt er að  fyrirtæki  sem gera þessi verðmæti að betri lífskjörum fyrir okkur fái arð ef vel gengur rétt eins og önnur fyrirtæki í landinu. Lögvernduð takmörkuð nýting gerið þau verðmæti sem hér um ræðir verðmeiri  en kallar um leið á sífellt betri  rekstur fyrirtækja t.d. í sjávarútvegi til að skapa sem mest og best verðmæti. Ekki verður hjá því komist að sjávarútvegsfyrirtækin frekar en önnur fyrirtæki fái rekstrahagnað. Það er eðlilegt og sanngjörn umbun.

Vel má líkja þeirri stöðu sem upp kemur við viðskiptavild fyrirtækja sem skapast hjá vel reknum fyrirtækjum, gerir þau verðmæt, ákjósanleg til reksturs með hátt eignarverðmæti. Hófleg skattlagning auðlinda getur talist réttmæt en hvar á að setja mörkin um hvaða verðmæti eigi að skattleggja sérstaklega? Hvað um banka, verslanir og iðnað? Erum við viðskiptavinir og fyrirtæki ekki auðlind þeirra, sem skapa aftur verðmæta viðskiptavild sem metin er til verðs og seld með fyrirtækjum.

Undirrituð hefur alltaf átt erfitt með að skilja umræðuna um stjórnarskrármálið, að setja sérstaka grein útgerð og lanbúnaði til höfuðs, að því er virðist eingöngu til þjóðnýtingar. Virðist nægileg trygging að auðlindir landsins og í landhelgi tilheyri óumudeilanlega okkur sem sjálfstæðri þjóð.  

Eru þessar umræður um gjafkvóta og kvótakónga ekki löngu komnar í Öngstræti?

 

Basilika Krists konungs, Dómkirkja,Landakoti í Reykjavík.

Guðjón Samúelsson teiknaði einnig Landakotskirkju og er eftirfarandi tekið af netinu hjá Kaþólsku kirkjunni: 

“Kirkjan var byggð eftir teikningum íslenska arkitektsins Guðjóns Samúelssonar. Lengi var hún stærsta kirkja landsins. Kirkjan var vígð 23. júlí 1929. Það gerði sérstakur sendimaður Píusar XI, William kardínáli van Rossum CssR, yfirmaður stjórnardeildar Páfagarðs "De Propaganda Fide". Kardínálinn kom til Íslands til að lýsa yfir stofnun postullegrar trúboðskirkju á Íslandi og til að vígja til biskups postullegan stjórnanda hennar, Martein Meulenberg. Dómkirkjan ber nafn "Krists konungs" í heiðursskyni við Krist, Drottin alheimsins. Kirkjan er undir verndarvæng hinnar sælu Maríu meyjar Guðsmóður, sankti Jósefs og tveggja helgra, íslenskra manna, Jóns Ögmundarsonar og Þorláks Þórhallssonar. Kirkjuklukkurnar þrjár eru tileinkaðar Kristi konungi, Maríu mey og sankti Jósef. “
mbl.is 120 ár frá fæðingu Guðjóns Samúelssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sportveiðistefna Ómars í trilluútgerð - er ekki rekstrargrundvöllur.

Nýjasta útspil framboðs Íslandshreyfingarinnar er að sex tonna trillur fái að gutla frjálsar með tvær rúllur yfir sumartímann sem aukningu á úthlutuðum kvóta. Til að “opna glugga” upp í kvótakerfið. Til hvers? Er það ekki aðeins til að  rétta skrattanum litla fingurinn? Eyðileggur  það sem áunnist hefur með núverandi kvótakerfi, sem getur talist  viðunandi lausn á fiskveiðum.

Það sem þarf að gera er að skila skerðingunni til smábáta frá árunum 94-95.  Margir bátar hættu vegna þeirrar skerðingar.Fastur kostnaður í trilluútgerð var of mikill miðað við þær veiðiheimildir sem eftir urðu. Auk þess veikti þessi skerðing þá báta sem höfðu nýlega verið keyptir og höfðu ekki geri ráð fyrir skerðingunni.

Hér átti sér stað eignaupptaka án þess nokkur stjórnmálamaður gerði svo mikið sem athugasemd.  Til að hleypa nýju lífi í trilluútgerðina aftur,  sem heldur uppi byggðinni á þessum litlu stöðum, er  tvímælalaust besta lausnin að skila þessum“löglega stolnu heimildum.”  Verður farsælli lausn en byggðakvóti, sem herðir tökin á trillusjómönnum og bindur þá hinum alræmdu vistarböndium, sem voru lengi við líði í bændasamfélaginu.

Stórútgerðarmenn geta vel unað við sinn hlut þótt trilluútgerð fái raunverulegan rekstrargrundvöll með auknum veiðiheimidum. Þó nokkrir bátar á Bakkafirði þar sem undirrituð þekkir til hafa stækkað upp í tíu til fimmtán tonn. Það er góð þróun til þess að geta sótt sjóinn með meira öryggi út fyrir Langanesröst. Það sem þessa duglegu trillusjómenn vantar er meiri varanlegur kvóti. Ekki síst til línuveiða en það skapar einnig vinnu í landi og er verðmætt hráefni. Með allri virðingu fyrir Ómari Ragnarssyni sem sjónvarpsmanni er hann ekki traustvekjandi sem talsmaður trilluútgerðar. Hann hefði átt að setja sig betur inn í þá útgerð þegar hann var fréttamaður  úti á landsbyggðinni.


Geir H. Haarde næsti forsætisráðherra - með Framsókn!?

Eftir þennan landsfund Sjálfstæðismanna geta menn betur gert upp við sig hvers konar stjórn verður best trúað fyrir landsstjórninni. Geir H. Haarde er sá foringi sem mun ná bestum árangri sem áframhaldandi forsætisráðherra. Besti kostur værir að núverandi stjórn næði meirhluta og héldi áfram næsta kjörtímabil.

Til þess þarf Framsókn að herða róðurinn í kosningabaráttunni. Verður mjög harður róður fyrir þá, vegna þess að þeir hafa svo litla grasrót til að byggja á. M.ö.o. það  vantar kjölfestuna. Framsókn hefur lagt of mikla áherslu á Evrópumálin með sterkum málsvörum. Þeir sem ekki aðhyllast ESB þurfa að fá skýrarir skilaboð í kosningabaráttunni heldur en nú er, alveg fram að kosningum, þá mun fylgið aukast verulega.

Hvað varðar umhverfismálin þá eru að líkindum flestir orðnir leiðir á þeirri umræðu. Umræðan hefur höfðað til  tilfinnninga en sjaldan verið á röklegum grundvelli. Umhverfismálin verða ekki leyst í umræðu á kaffihúsum þar sem lítil tengsl og yfirsýn eru við efnahagslegar framfarir á landinu öllu.

Hins vegar mætti ræða umhverfisvæna borg á kaffihúsum með miklum árangir. Þar eru menn í tengslum við reynsluna af svifryki og útblæstri bifreiða. Að ekki sé nú minnst á plastpoka -framleiðsluna sem er orðin alvarlegt vandamál í sorphirðu og veldur óbætanlegum skaða í náttúrunni. Það verður langsótt að græða landið úr plastpokasjóðnum sem átti að standa undir mengun og góðgerðarmálum.

Skyldi þó aldrei vera að sú skipan hafi snúist upp í andhverfu sína?

 


mbl.is Geir: Fer fram á endurnýjað umboð til að stýra næstu ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vín í matvöruverslanir: Kosningamál hjá Sigurði Kára og Birni Inga - fyrir hverja?

Sigurður Kári og  Ögmundur Jónasson tókust á um áfengissölu í matvöruverslunum á Stöð2 í fyrrakvöld, sem ekki náði í gegn á Alþingi. Björn Ingi hefur líka lýst skoðun sinni hér í blogginu. Mér fannst þingme:nirni fara halloka. Björn Ingi í bloggi sínu um Steingrím Sigfússon og Sigurður Kári fyrir Ögmundi. Ef eitthvað er þá hafa þeir aukið fylgið hjá Vinstri grænum tæpast hefur það verið ætlunin.

Er  ekki staða stjórnarliða nógu tæp í komandi kosningum  þótt Björn Ingi og Sigurður Kári beinlínis bæti ekki  um betur með ómálaefnalegum málflutningi um að áfengi verði leyftmatvöruverslunum. Samfélgslegur vandi vegna áfengis er svo mikill, að ástæða er til að opinber umræða fari fram áður en vín er sett í matvöruverslanir. Gott mál að þessu frumvarpi var ekki ýtt í gegnum Alþingi á síðustu stundu.

Þökk sé vinstri grænum ef þeir eiga "sök" eins og Björn Ingi og Sigurður Kári halda fram.

Hverra hagsmuna eru umræddir þingmenn  ganga? Vitað er að a.m.k. tíu prósent landsmanna eiga við við áfengisvanda að stríða. Fjölskylda sem tilheyrir hverjum og einum má allavega reikna fjóra til sex meðlimi til viðbótar. Auðvelt dæmi. Meira en helmingur þjóðarinnar tengist meira og minna áfengisvanda. Þar við bætist svo sterkari efni. Vitaða er að ungt fólk undir tvítugu skaðast varanlega  af neyslu áfengis í óhófi. Munar um hvert ár sem  unglingar neyti ekki áfengis. Öllum má vera ljóst að áfengi í matvöruverslunum  mun auka áfengisneyslu unglinga. Aðgengi áfengis er meira en nægilegt þótt ekki sé lengra gegnið. Hafa gráðugir víninnflytjendur sem hafa nóga sölu fyrir svona mikil áhrif hjá Birni Inga og Sigurði Kára? Velferð til almannaheilla virðist ekki ráða för?

Guðfræðiprófessor gengur fram fyrir skjöldu í velferðarmálum.

Pétur Péturson, guðfræðiprófessor hefur nú gegnið fram fyrir skjöldu til hjálpar þeim sem urðu fyrir ofbeldi á velferðarstofnunum. Innan skammst verður stofnað félag af fórnarlömbunum sem urðu fyrir varanlegu tjóni vegna meðferðar. Hæst ber Breiðuvíkurmálið en önnur fylgja í kjölfarið, heyrnleysingjaskólinn, o.fl.

Um þessi mál hefur verið fjallað af fjölmiðlum með miklu kappi. Pólitíktíkusar keppst við að lýsa yfir stuðningi sínu. Heilbrigðis-og félagsmálakerfið borið af sér alla hlutdeild í málinu. Nema Mattías Halldórsson, landlæknir sem hefur að bestu getu tekið á Breiðuvíkurmálinu til hjálpar þeim einstaklingum sem illa urðu úti í meðferð sem átti að vera þeim til hjálpar.

 Er dæmigert dæmi um stofnanir með sérhæfðu vel menntuðu starfsfólki á öllum sviðum.Það er eins og enginn viti hver af öðrum. Allir eru að vinna að velferð nánast í glerhúsi. Takmörkuð tengsl eru við raunverulega framkvæmd. Manneskjan sjálf aðeins nafn á pappír með skrifleg skilgreind vandamál. Kirkjan situr hjá að mestu leyti.

Ef til vill prédikar einn og einn prestur um málið í hálftómri kirkju en það nær ekki tilgangi sínum vegna þess það  vantar að athöfn fylgi orðum. 

 Boðskapur Krists finnur sér alltaf nýjan farveg sem birtist nú í framtaki Guðfræðiprófessorsins.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband