Ríkið græðir - almenningi blæðir

Vonandi tekst að knýja velferðarstjórnina til að lækka skattaálögur á bensín/olíur; enn hækka lánin og verðlagið, á að setja öll heimili á vonarvöl?  Verður að draga saman í vegakerfinu  sleppa framkvæmdum sem geta beðið; fækka sendiráðum og minnka hlunnindi og utanlandsferðir ríkisstarfsmanna; engin ástæða að ráðast eingöngu á sjóðmenn og taka af þeim hlunnindin.

Ótrúlegt gerræði ríkistjórnarinnar að setja umhverfisgjald á bensín nú í kreppunni fyrir utan aðrar álögur. SidewaysHalo


mbl.is Enn hækkar eldsneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprengidagur: - Nýtt lambakjöt og baunir

Nýtt lambkjöt og baunir er ekki síðra en saltkjöt og baunir; miklu hollara matreitt með sömu uppskrift, verði ykkur að góðu.

Sprengidagur eða sprengikvöld er þriðjudagur í föstuinngangi fyrir Lönguföstu, 7 vikum fyrir páska og getur borið upp á 3. febrúar til 9. mars. Elsta heimild um íslenska heiti dagsins tengist matarveislu fyrir föstuna. Er það í íslensk-latnesku orðasafni Jóns Ólafssonar Grunnvíkings frá því kringum 1735. Þar segir hann Sprengikvöld þýða orðrétt kvöld sprengingar, það er kvöld mikilfenglegrar átveislu með allskonar meðlæti en nefnir einnig að þetta sé sveitamál.

Kjöt þótti í kaþólskum sið ekki við hæfi föstuinngangsdagana tvo fyrir Lönguföstu (mánudag og þriðjudag) og voru því oft miklar kjötkveðjuhátíðir sunnudaginn eða sunnudagskvöldið þar á undan. Kjötveislan kann við siðaskiptin að hafa flust frá sunnudagskvöldinu yfir á þriðjudaginn. Erlendis nefnist þessi dagur almennt „feiti þriðjudagur“ (Mardi gras).

Í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá árunum 1752-57 segir að „Kveld hvíta Týsdags heitir sprengikveld því þá fékk allt vinnufólk svo mikið að eta af hangikjöti sem framast gat í sig látið en ket var síðan ekki etið fyrr en á páskum.“ Hangikjöt var lengstum helsti veislukosturinn enda salt af skornum skammti. En frá síðasta hluta 19. aldar er vitað um saltkjöt og baunir á sprengidag og er sú hefð nú almenn.

WIKIPEDIA

 

Ofurlaun og eftirlaun

Lausnin á ofurlaunum bankamanna er að skattleggja launin verulega eins og Lilja Mósesdóttir, þingmaður lagði til, nefndi hún 60-70% af launum yfir milljón; ekki má gleyma bónusgreiðslum þarf ekki síður draga úr þeim. Undirrituð er ekki meðmælt skattaálögum í óhófi líkt og  þegar ríkisstjórnin leggur til atlögu  gegn eftirlaunaþegum með því að verðtryggja aðeins lægstu laun þeirra er  hafa greiðslur frá lífeyriskerfinu en ekki hinna. Fáir   lífeyrisþegar hafa laun yfir þrjú til fjögur hundruð þúsund á mánuði; ekki sanngjarnt að þeir greiða meira en venjulega skattprósentu; ef til vill mætti skattleggja þá lífeyrisþega er hafa yfir milljón í eftirlaun, t.d. þingmenn, ráðherra og embættismenn.

Engin lausn kemur frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni í þessari frétt  um hvernig hann vildi bregðast við ofurlaunum; vildi aðeins fá að vita hverjir samþykktu ósómann. Góðra gjalda vert en væri ekki sanngjarnt að skattleggja kosningastyrki þegar þeir skipta tugum milljóna eins og Guðlaugur Þór Þórðarson fékk í sinni kosningabaráttu.?WhistlingHalo


mbl.is Ótrúlegar fréttir af launum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búnaðarþing - bóndi er bústólpi - bú landstólpi

Einn af mikilvægustu þáttum að við eigum ekki að Ganga í ESB er íslensk landbúnaðarframleiðsla. Í nánustu framtíð stendur mannkyn frammi fyrir takmarkaðri framleiðslu en fer ört fjölgandi; eru nú sjö  milljarðar en verða níu um 2050. Landbúnaður hér á landi býr yfir miklum möguleikum; hefur velmenntaða bændastétt, landbúnaðarháskóla og fræðimenn á heimsmælikvarða. Nýir möguleikar framleiðslu eru í augsýn, ylrækt í stórauknum mæli, aukin kornrækt og innantíðar samkeppnishæfar vörur til útflutnings. Brýnt er að skipuleggja allt ræktanlegt land  til varðveislu ræktunar í nánustu framtíð.

Eftir að Finnar gengu í ESB hefur landbúðarframleiðslu þar hrakað mjög og matvæli minni að gæðum er koma með innflutningi sem reynir með verði að eyða innlendri framleiðslu.

Allir ættu að lesa horfa og hlusta á myndbandið er fylgir þessari frétt og sýnt var við setningu Búnaðarþings.HappyHalo


mbl.is Búnaðarþing sett í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

''Sunnudagshugvekjan: - Ríkisstjórnin braut stjórnarskrána''

Brutu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra   stjórnarskrána með Icesavefrumvarpinu; er Alþingi samþykkti og forsetinn vísaði til þjóðarinnar? Stjórnarskráin: 40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né taka af með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbinda ríkið, né selja eða með öðrum móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild., 41. gr. Ekkert gjald má greiða af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. Tæplega ástæða er til af lögfræðingum að efast um  umræddar greinar með misvísandi túlkunum á þeim.

 Enginn ætti að þurfa að velkjast í vafa um orðanna hljóðan og við það situr samkvæmt stjórnarskránni; með umræddum greinum ganga Icesavelögin síðustu þvert á stjórnarskrána.

Grein í Morgunblaðinu 2. des. 2009, 17, skrifaða af prófessorunum  Lárusi I. Blöndal, Sigurði Líndal og Stefáni Már Stefánssyni er eftirfarandi: Draga verður í efa að lög af þessu tagi fái staðist kröfur 40. gr. stjórnarskrárinnar um skýra og afdráttarlausa lagaheimild. Svipað á við um fjárveitingarvaldið. Samkvæmt 41. gr. stjórnarskrárinnar má ekkert gjald greiða af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.

Á þjóðin að undirstrika brot á stjórnarskránni með samþykki sínu á Icesavelögum III; er forsetinn vísaði til hennar, NEI!  WounderingHalo Góða helgi

 


Krónan - eða þjóðin til Brussel

Hefur ráðherrann gleymt efnahagshruninu fyrir tæpum þremur árum; er ekki ástæðan að koma þjóðinni til Brussel; þó er engin vissa um afdrif Evrunnar. Ekkert óeðlilegt að hafa gjaldeyrishöft enn um sinn; innflutningur hefur verið í óhófi langt umfram útflutningstekjur þjóðarinnar árum saman. Krónan er í lámarki en það góða að íslensk framleiðsla hefur orðið vel samkeppnisfær erlendis; - skynsamlegt að fara sér hægt.

Þrjú hundruð þúsund mann þjóð verður að sníða sér stakk eftir vexti;- ekkert eins mikilvægt og að efla innlenda framleiðslu. Þeir sem ekki geta sætt sig við smæð þjóðar sinnar ættu að flytja burt í annað land ef þeir telja sig betur koman þar.


mbl.is Segir krónuna kalla á gjaldeyrishöft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkur fundur forsetans með Páfanum í Róm

Flestar þjóðir eiga þjóðhetjur er mærðar eru við hátíðleg tækifæri en yfirleitt karlkyns, sama er að segja um söguhetjur þar hafa karlmenn yfirburði. Guðríður Þorbjarnar dóttir getur verið góð ímynd afrekskonu er vert er að sýna virðingu með táknrænum hætti. Lagði hin víðförla kona Guðríður Þorbjarnardóttir land  undir fót, gekk suður  til Rómar er var algengt ef fólk vildi biðjast forláts á syndum sínum. Eftir heimkomuna gerðist Guðríður einsetukona að Glaumbæ en þar hafði Snorri sonur hennar reist kirkju, hún þá líklega um fimmtugt.

''Höfðingjadóttirin Guðríður frá Laugabrekku átti sér merkileg örlög. Hún var hefðarkona á Grænlandi og húsfreyja í Ameríku og tengdadóttir Eiríks rauða og Þjóðhildar. Hún var uppi á þeim tíma þegar heiðnin var að hverfa og kristin trú að verða ríkistrú um öll Norðurlönd. Örlög hennar voru samofin hinum miklu landvinningum Íslendinga um 1000. Guðríður sigldi alls níu sinnum yfir  úthöf og ferðaðist um þvera Evrópu á langri ævi sinni''. 

Heimild: Merkiskonur sögunnar, 2009,52-57, Kolbrún S. Ingólfsdóttir.

Saga Guðríðar hefur ekki minna sögulegt gildi en Leifs heppna mágs hennar; er talinn er hafa fundið Ameríku.

Lágkúrulegar samræður um Guðríði og för forsetans til Rómar með afrek/lífshlaup hennar,  í Silfri Egils á RÚV s.l. sunnudag breyta þar engu um;eru mest Agli og viðmælendum hans til lítillækkunar.

HappyHalo

 

 


mbl.is Forsetinn á fundi með páfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannur útrásarvíkingur

Íslensi hundurinn  hefur erfitt hlutverk ef honum er ætlað að breyta ímynd orðsins, útrásarvíkingur; en það er útatað af braski fjármála- og bankamanna. Samt er hinn síkáti íslenski hundur vel til þess fallinn að verða vinsæll á erlendri grund. Hann er  einlægur, brosmildur og tryggur sínum; þess vegna er hann mörgum kær. Við fjölskyldan áttum einu sinni íslenska tík er hét Snotra , hún var ein af fjölskyldunni en líka ágætis fjárhundur; hún þekkti okkar hesta frá ókunnum hestum er komu í túnið  og rak þá heim til sín á næsta bæ.

Eitt sinn daginn fyrir smalamennsku var talað um að nú yrði Snotra að vera heima en hún var hvolpafull. Þennan dag hvarf hún, kom ekki heim um kvöldið; þegar við vorum komin hátt til fjalls daginn eftir kom tíkin flaðrandi og brosandi, ætlaði ekki að missa af hlutverki sínu. W00tHalo 


mbl.is Loðinn og geltandi útrásarvíkingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traðkað á dómi Hæstaréttar.

Vinstri grænir traðka á niðurstöðu Hæstaréttar um Stjórnlagaþingskosningarnar, siðlaust er sýnir merki siðblindu á háu stigi; sjá ekkert athugavert að skipa sama manninn í landskjörstjórn er varð að segja af sér fyrir nokkrum dögum. Má telja skipunina tilraun  að rýra  umræddan dóm í augum þjóðarinnar; er hægt að hugsa sér aumkunarverri framkomu?

Árni Þór Sigurðsson skaut undar sér báða fætur sem þingflokksformaður; missir traust allra þeirra er vilja lýðræði í heiðri hafa. Hver er framtíðin ef ekki verða virtar reglur er varða kosningar framtíðarinnar; er það stefna Vinstri grænna að traðka á réttarríkinu þegar því verður við komið?

Stefna Vinstri grænna  bersýnilega að skipa sína menn í ábyrgðarstöður án ábyrgðar; Ástráður Haraldsson undirstrikaði þá stefnu og þáði starfið;  fyrirgerði  trausti er hann hlaut áður með afsögn sinni.BanditHalo 


mbl.is Vantraust á hina fulltrúana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bakari fyrir smið?

Allir fjölmiðlar hafa staðið á öndinni í morgun og undanfarna daga vegna ákæru á hendur Baldri Guðlaugssyni, ráðuneytisstjóra, sérstaklega RÚV, ekki verið að mæla því bót að ráðuneytisstjórar brjóti lög. En málið verður hjákátlegt í samanburði við bankastjóra einkabanka er hreinsuðu mest allt fémætt úr bönkunum, enginn hlotið ákæru hvað þá dóm á tveimur og hálfu ári. Allt virtist í stakasta lagi fram á síðasta dag í fjármálakerfinu, matsfyrirtækin/greiningadeildir lýstu ánægju sinni skömmu áður; allt á uppleið; enginn sætir ábyrgð hvorki þeir er  beinlínis sögðu ósatt þar með talin matsfyrirtæki og greiningadeildir bankanna.

Vonandi er ekki verið að hengja bakara fyrir smið.WhistlingHalo


mbl.is Neitar að hafa búið yfir innherjaupplýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

''Ungir til dáða gamlir til ráða''

Gott að ungir og aldnir hittist og uppfræði hverjir aðra, í hraða nútímatækni hafa margir þeir sem eru á efri árum ekki átt þess kost að kynnast tölvutækni. Unglingar í dag læra á tölvur strax í bernsku muna ekki eftir öðru. Með samskiptunum opnast nýr heimur fyrir eldri borgurum  þeir geta fylgst miklu betur með líðandi stund. Athafnaþrá unglinga nýtur sín í uppfræðslunni, þeir njóta sinna eigin verka- annars er voðinn vís: Of lengi má ungur maður hóglega lifa, þá verður aldrei úr honum dugandi bóndi segir gamall málsháttur''.

Kjarni allra spakmæla um æsku og elli kristallast í einu þeirra: Ungir  til dáða, gamlir til ráða, en dáð merkir hér að vinna verk. Hér kristallast spakmælið ef til vill með öðrum hætti þar sem sá eldri verður neminn um stund en það breytir ekki gildi spakmælisins; eflaust fá hinir ungu reynslu og kynni af þeim eldri sem verður þeim dýrmætt vegarnesti. HappyHalo 


mbl.is Kenna eldri borgurum á tölvur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin: Halda kosningafylgi- en hagsmunir almennings?

Öll rök hníga að skattur ríkisins af bensíni verður lækkaður, gengur ekki lengur að ríkisstjórnin komist upp með andþjóðfélagslega stefnu gegn heimilum og fyrirtækjum í landinu; -með ofur sköttum. Skattar eru  langt yfir hættumörkum fyrir almenning nú þegar; nú lét Steingrímur, fjármálaráðherra hafa eftir sér í fjölmiðlum í morgun að frekar ætti að leita leiða  að nýjum orkugjöfum ; ráðherrann virðist ekki vera í neinni tengingu við ástandið í efnahagsmálum; hvernig er hægt að láta sér detta í hug langtíma verkefni á nýjum orkugjöfum mitt í efnahagsþrengingum - er auk þess eru alþjóðlegt verkefni?

 Skynsamlegur samdráttur er skárri leið en það vilja ríkisstarfsmenn ekki; Þeir eru að stærstum hluta fylgjendur vinstri stjórnarinnar. Staðreyndin er hins vegar að Steingrímur er hræddur við fylgishrun ef hann fer ekki eftir skattaráfgjöfum sínum;  - frekar mega þrengingar fólks og fyrirtækja eiga sig.ShockingHalo

 

 

 


mbl.is Eldsneytisverð í hæstu hæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin stendur ekki undir Icesaveskuldinni!

Háskólamennirnir Ólafur Ísleifsson,lektor, Þórólfur Mattíasson, prófessor, Gylfi Magnússon, lektor fyrv. viðskiptaráðherra (Mbl í gær bls14) sendu frá sér yfirlýsingu þegar átti að greiða Isesave II, að allt færi á versta veg ef þjóðin greiddi ekki;- ekkert gerðist. Vilhjálmur Egilsson grenjaði eins og venjulega; -  umhugsunarvert þegar virtir háskólamenn taka undir grátinn, hætta sínu fræðilega áliti með beinlínis pólitískum yfirlýsingum, munu þeir njóta trausts sem slíkir í framtíðinni?

Nú má telja  60 til 80% af fjölskyldum berjist í bökkum, að halda heimilum sínum á floti eiginlega ekkert eftir nema fyrir salti í grautinn með útsjónarsemi. Vaxtabætur eru ekki leiðin, hitta seint eða aldrei í mark til þeirra er þurfa kjarabætur; leiðir aðeins af sér hærri skatta en enga kjarabót?

Fyrr eða síðar mun brjótast út almenn reiði vegna sífellt hærri skatta vilja stjórnvöld fá fólk æðandi út í mótmæli líkt og í löndum Afríku?

Þingið þarf að lögleiða lægstu laun til að bjarga stórum hluta af umræddum fjölskyldum. Síðan Geta Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson samið um laun handa þeim er meira hafa. Forysta verkalýðshreyfingarinnar stendur ekki undir nafni sem hagsmunasamtök þeirra er minna hafa. Ef lægstu laun yrðu lögleidd þá yrðu þeir sem hærri laun hafa að stilla kröfum sínum  í hóf. Engin önnur lausn er á launakröfum eins og ástatt er í þjóðfélaginu.

Er ekki komin tími til að velferðarstjórn Jóhönnu,forsætisráðherra geri tilraun að standa undir nafni?

FrownHalo


mbl.is Icesave þýðir hærri skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræður í Silfri Egils- á villigötum?

Silfur Egils í dag  fjallaði um forsetann, rétt hans til að nýta málskotréttinn 26.gr., og hvernig hann hefði lítilsvirt meirihluta Alþingis með tilvísun Icesave III til þjóðarinnar;að þeir sem voru á móti forsetnaum í fyrstu tilvísun hans á fjölmiðlalögunum 2004, væru nú þeir er styddu hann nú, aldrei  minntist  gáfufólkið á kringumstæður þá og nú.

 Þegar fjölmiðlalögunum var hafnað 2004, þá átti  að koma í veg fyrir að stórir aðilar gætu eignast fjölmiðlana í krafti auðs; - þá voru útrásarvíkingar á hæsta tindi velgegni sinnar sem bjargvættir hagkerfisins - þótti mikil goðgá að voga sér að hefta framgang þeirra í fjölmiðlum. Hvernig fór? Útrásarvíkingarni jusu peningum í fjölmiðlana,  háskólana, ríkisútvarpið, sinfóníuhljómsveitina/listamenn og ýmsa aðra menningarstarfsemi, allt átti að kaupa og stjórna með peningum; hér átti að verða paradís norðursins í fjármálastarfsemi.Forsetinn dansaði með í góðri trú ( og við öll?);- vísaði  fjölmiðlalögunum til þjóðarinnar eflaust með almannaheill í huga.

Svo kom fallið,  fallið varð hátt, auðurinn reyndist ómerkilegir pappírsvafningar; - bankarnir féllu allir sem einn og þar með efnahagskerfi þjóðarinnar. Hvernig er staðan nú hjá þjóð með brotið efnahagskerfi, alþingi er ekki nýtur trausts, stjórnkerfi er nýtur ekki trausts, sérstakur saksóknari hefur ekki getað sótt til saka einn einasta útrásarvíking, ríkistjórnin  ekki haft burði til að semja um Icesaveskuldina vegna þess hún er of upptekin við að halda völdum. Hvað er að marka meirihluta Alþingis séðan úr grasrótinni þar sem situr fólk eins og ekkert sé; þótt það hafi tekið meira og minna þátt í efnahagshruninu?

Forsetinn á heiður skilinn fyrir að snúa af villu síns vegar og viðurkenna mistök sín  reynir sem fyrr að  gæta  almannahags fremur  en lífi ríkisstjórnarinnar er aldrei hefði átt að sitja við völd. Aðstæður voru strax þess eðlis  2008, að utanþingsstjórn hefði átt að taka við; þingið hefði átt að sjá sóma sinn i að styðja hana.

Samningurinn um Icesaveskuldina er nú liggur á borðinu virðist mun betri heldur enn Svavarssamningur vinstri stjórnarinnar; hvernig hefur tekist kynning á núverandi samningi fyrir almenning. Hún er engin, þjóðinni kemur við þegar setja á ríkisábyrgð á erlenda kröfu.

Ekki skal lagður dómur á hvort sé betra samningaleið eða dómstólaleið um ólögvarða kröfu. Þjóðin verður að fá eins hlutlausar upplýsingar og kostur er; áður en gengið verður til þjóðaratkvæðis.

Best væri ef núverandi stjórn segði af sér tafarlaust og við tæki utanþingsstjórn fram yfir umræddar kosningar.WounderingHalo

 

 

 

 


Passíusálmarnir: - Fjórtán til átján ára skólanemar lesa

Árið 1944 var upp tekinn sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa Passíusálma Hallgríms Péturssonar alla á föstunni kl. 22:10.  Nú lesa  tuttuogfimm unglingar sálmana af mikilli innlifun - enginn ætta að missa af lestri hinna snjöllu ungu upplesara.

 

 Hallgrímur Pétursson (1614-1674) er eitt af höfuðskáldum Íslendinga. Í hugum flestra er hann fyrst og fremst trúarskáld en veraldlegur kveðskapur hans er þó einnig athyglisverður. Meðal íslenskra sálmaskálda hefur Hallgrímur Pétursson þá sérstöðu að sálmar hans hafa verið sungnir og lesnir meira en nokkurs annars skálds og merkasta verk hans, Passíusálmana, hefur þjóðin lesið og sungið á hverri föstu um aldir. Enn þann dag í dag eru sálmarnir lesnir í útvarpinu á hverju kvöldi alla virka daga föstunnar. Passíusálmarnir hafa verið gefnir oftar út á íslensku en nokkurt annað rit eða rúmlega áttatíu sinnum og verið þýddir á fjölmörg erlend tungumál.

Tekið af vef RUV

 

 


Víðförul kona: Guðríður Þorbjarnardóttir

Guðrún Þorbjarnardóttir var ein víðförlasta kona miðalda (980-1050). Hún fæddist að Laugarbrekku við Hellnar á Snæfellsnesi, fluttist ung með foreldrum/fósturforeldrum sínum til Grænlands. Eiríkur rauði vinur föður hennar tók á móti þeim og gaf Þorbirni föður Guðríðar Stokkanes og bjó hann þar síðan. Guðríður giftist þrisvar, fyrsti maður var Þórir austmaður og hafði lengi verið í siglingum, var hann vel efnaður en lést eftir stutt hjónaband. Annar eiginmaður var Þorsteinn bróðir Leifs Eiríkssonar rauða er fann og  nam land í Vesturheimi árið 1000, þau Guðríður héldu til Vínlands en þar tók Þotsteinn sótt mikla og lést en Guðríður settist að hjá Leifi heppna.

Fóstbróðir Leifs var Þorfinnur karlsefni Þórðarsonar, hesthöfða Snorrasonar er bjó að Reynistað í Skagafirði, hann varð þriðji maður Guðríðar.  Héldu þau hjón til Vínlands þar fæddi Guðríður soninn Snorra og var talið fyrsta hvíta barnið í Ameríku. Síðan var ferðinni heitið til Noregs og þar dvöldu þau hjón einn vetur en héldu þá heim til Íslands, keyptu Glaumbæ í Skagafirði og settust þar að. Synir þeirra Guðríðar, Snorri og Bjarni, bjuggu síðan í Skagafirði, Bjarni á Reynistað, föðurleifð Þorfinns, en Snorri að Glaumbæ.

Enn lagði hin víðförla kona Guðríður land  undir fót, gekk suður  til Rómar er var algengt ef fólk vildi biðjast forláts á syndum sínum. Eftir heimkomuna gerðist Guðríður einsetukona að Glaumbæ en þar hafði Snorri sonur hennar reist kirkju, hún þá líklega um fimmtugt.

''Höfðingjadóttirin Guðríður frá Laugabrekku átti sér merkileg örlög. Hún var hefðarkona á Grænlandi og húsfreyja í Ameríku og tengdadóttir Eiríks rauða og Þjóðhildar. Hún var uppi á þeim tíma þegar heiðnin var að hverfa og kristin trú að verða ríkistrú um öll Norðurlönd. Örlög hennar voru samofin hinum miklu landvinningum Íslendinga um 1000. Guðríður sigldi alls níu sinnum yfir  úthöf og ferðaðist um þvera Evrópu á langri ævi sinni''.

Heimild: Merkiskonur sögunnar, 2009,52-57, Kolbrún S. Ingólfsdóttir.

Það ver vel á því að forseti Íslands heiðri minningu Guðríðar Þorbjarnardóttur með suðurgöngu  á  fund hans heilagleika páfans í Róm.HappyHalo


Samfylkingin vegur að réttarríkinu?

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkningar ætlar að hafa forgöngu um að Alþingi samþykki lög um stjórnlagaráð  til endurskoðunar á  stjórnarskránni. Ákvörðunin er þvert á dóm Hæstaréttar og má telja hana siðlausa árás á á dóminn; - til þess fallið að rýra álit á réttarkerfinu í landinu.

Er engin réttarvitund til staðar hjá Samfylkingunni?

Ögmundur Jónasson getur ekki annað verið andvígur enda yfirmaður dómsmála í landinu; ætla þingmenn Vinstri grænna að samþykkja umrædd lög, láta Samfylkinguna kúga sig til hlýðni einu sinni enn?

Fáheyrt gerræði Alþingis er vill telja þjóð sína fremsta  meðal vestrænna lýðræðisríkja; ef fer sem horfir.SidewaysHalo 

 

 


mbl.is Alþingismenn hafa guggnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breiðuvíkurstefnan - enn í framkvæmd?

Hafa ráðamenn  Barnaverndarstofu/barnaverndarnefndir ekkert lært af Breiðuvíkurmálinu þar sem börn bjuggu við verri skilyrði; en á heimilum sínum er talin voru óhæf? Ennþá eru pólitískusar með fingurnar í rekstrinum sama hvort hann  ríkisrekinn eða einkarekinn. Þá hafa oft og iðulega komið upp mál þar sem börn hafa verið rifin úr tengslum við stórfjölskylduna þegar  foreldrar hafa ekki getað annast þau; amman, afinn og aðrir ættingjar ekki gefin kostur á að hjálpa þessum ólánssömu börnum þótt vilji og aðstæður séu til staðar. 

Versti kosturinn er að setja börnin niður á meðferðarheimili í staðinn fyrir að hjálpa þeim í nánasta umhverfi þeirra, veita þeim stuðning þar sem þau eru líklegri  að njóta umhyggju og væntumþykju. Halo


mbl.is Dökk skýrsla um Árbótarmálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Axarsköft verða stjórnlagaráð

Stjórnlagþingskosningarana voru tóm axarsköf, eitt leiddi af öðru, atkvæðin metin eftir óskiljanlegu reiknilíkani, kjörkassar óinnsiglaðir, misvægi atkvæða hróplegt rangæti, landsbyggðin gerð áhrifalaus, atkvæðaseðlar með rekjanlegum númerum, frambjóðendur of margir.

Stjórnlagaráð má telja  marklítið vegna dóms Hæstaréttar; getur ekki orðið leiðandi afl í endurskoðun stjórnarskrárinnar. Best væri að tilnefndir yrðu valinkunnir menn að taka  við uppkastinu frá ráðinu. Má nefna Sigurð Líndal, emeritus/prófessor í lögum, Eirík Tómasson, lagaprófessor, Pál Skúlason prófessor í heimspeki, Einar Sigurbjörnsson, guðfræðiprófessor, Salvöru Nordal, heimspeking, einn frá LÍÚ, einn frá bændasamtökunum, einn frá verkalýðshreyfingunni.

WounderingHalo  

 

 


mbl.is Ekki kosið til stjórnlagaþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækka bensín um fimmtán krónur - - strax!

Ríkistjórnin getur vel lækkað bensínskattinn um fimmtán til tuttugu krónum  lítrann kæmi sérstaklega heimilum til góða; lán mundu lækka fremur en hækka og verðbólgan yrði minni. Sífelldar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar virðist oftast vera illa ígrunduð aðgerð án þess að hugsa um þann stóra hóp fjölskyldna með laun langt undir viðmiðunarmörkum er ríkistjórnin gaf út. Klastur við vaxtabótakerfið er aðeins atvinnubótavinna handa reiknimeisturum ríkisstjórnarinnar.

 Engin bein tenging er við þarfir við almennings í landinu; helstu markmið stjórnarinnar  að greiða lán óreiðumanna og koma þjóðinni til Brussel. ShockingHalo 


mbl.is Olíuverð í 119 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband